Viktori boðið í Formúlu 2 17. nóvember 2008 09:02 Viktor Þór undirbýr sig fyrir keppni, en Guðrún Þórarinsdóttir móðir hans fylgist sposk með. mynd: kappakstur.is Viktori Þór Jensen hefur verið boðið að keppa í nýrri mótaröð sem verður undir merkjum FIA. Mótaröðin nefnist Formúla 2 og verður í umsjá fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Sá heitir Jonathan Palmer og er eigandi margra stærstu kappakstursbrauta Bretlands. Viktor keppti í Formúlu Palmer Audi mótaröðinni sem Palmer stýrði og keppti þar 2005 og 2006 og vann marga sigra. Viktor skipti síðan yfir í Formúlu 3 í ár, en gekk ekki vel hjá nýju liði og ákvað að draga sig í hlé og bíða betra tækifæris. Hann er nú að skoða þátttölku í Formúlu 2 mótaröðinni sem verður undir merkjum FIA og mun keppa á sömu brautum og heimsmeistaramót í fólksbílakappakstri fara fram (World Touring Car Champinoship). Williams liðið hannar bílanna í Formúlu 2 mótaröðina, en Audi mun útvega 4-500 hestafla vélar Bílarnir verða bæði sneggri og hraðskreiðari en Formúlu 3 bílar, en aflminni en GP 2 bílar sem eru næstu bílar fyrir neðan Formúlu 1 hvað afl varðar. Formúlu 2 mótin fara fram víðsvegar í Evrópu og bauð Palmer Viktori sæti, en segir að mu færri muni komast að en vilja í þessa mótaröð, sem kostar minna að taka þátt í en Formúla 3. Viktor þarf þó að leita kostenda til að þiggja sætið og faðir hans vinnur nú í þeim málum Í Bretlandi, en þeir feðgar hafa einnig leitað hófanna á Íslandi, enda ekur Viktor með íslenskt keppnisskírteini. Faðir hans er kanadískur en móðirinn íslensk. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Viktori Þór Jensen hefur verið boðið að keppa í nýrri mótaröð sem verður undir merkjum FIA. Mótaröðin nefnist Formúla 2 og verður í umsjá fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Sá heitir Jonathan Palmer og er eigandi margra stærstu kappakstursbrauta Bretlands. Viktor keppti í Formúlu Palmer Audi mótaröðinni sem Palmer stýrði og keppti þar 2005 og 2006 og vann marga sigra. Viktor skipti síðan yfir í Formúlu 3 í ár, en gekk ekki vel hjá nýju liði og ákvað að draga sig í hlé og bíða betra tækifæris. Hann er nú að skoða þátttölku í Formúlu 2 mótaröðinni sem verður undir merkjum FIA og mun keppa á sömu brautum og heimsmeistaramót í fólksbílakappakstri fara fram (World Touring Car Champinoship). Williams liðið hannar bílanna í Formúlu 2 mótaröðina, en Audi mun útvega 4-500 hestafla vélar Bílarnir verða bæði sneggri og hraðskreiðari en Formúlu 3 bílar, en aflminni en GP 2 bílar sem eru næstu bílar fyrir neðan Formúlu 1 hvað afl varðar. Formúlu 2 mótin fara fram víðsvegar í Evrópu og bauð Palmer Viktori sæti, en segir að mu færri muni komast að en vilja í þessa mótaröð, sem kostar minna að taka þátt í en Formúla 3. Viktor þarf þó að leita kostenda til að þiggja sætið og faðir hans vinnur nú í þeim málum Í Bretlandi, en þeir feðgar hafa einnig leitað hófanna á Íslandi, enda ekur Viktor með íslenskt keppnisskírteini. Faðir hans er kanadískur en móðirinn íslensk.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira