Birgir Leifur ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2008 10:06 Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á 72 höggum á öðrum keppnisdegi opna Joburg-mótsins í Suður-Afríku en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag eða einu höggi yfir pari vallarins. Hann lék í gær á 75 höggum og er samtals á fimm höggum yfir pari. Nánast útilokað er að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Keppt er á tveimur völlum á mótinu sem fer fram hjá Royal Johannesburg and Kensington klúbbnum. Í gær lék hann á Austurvellinum en lék á Vesturvellinum í dag. Hann byrjaði daginn í dag með því að fá skolla, rétt eins og í gær. Hann fékk hins vegar par á þriðju braut og fékk par á næstu fjórum holum. Birgir Leifur náði svo öðrum fugli á áttundu holu en missti svo parið á níundu. Hann lék því fyrri níu holurnar á pari. Á seinni níu byrjaði hann á því að fá par á fyrstu fimm holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtándu holu en fékk svo skolla á tveimur af síðustu þremur holunum, rétt eins og í gær. Sem stendur er hann í 141.-160. sæti en það kemur endanlega í ljós í lok keppnisdagsins í hvaða sæti hann hafnar. Annar keppnisdagur: á pari 1. braut: Par 4 (374 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (490 metrar) - 5 högg (par) 3. braut: Par 4 (425 metrar) - 3 högg (fugl) 4. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 3 (111 metrar) - 3 högg (par) 6. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (214 metrar) - 2 högg (fugl) 9. braut: Par 5 (507 metrar) - 6 högg (skolli) Fyrri níu: Par 36 - 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (386 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (340 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 4 (412 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (188 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (434 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 5 (489 metrar) - 4 högg (fugl) 16. braut: Par 3 (163 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 4 (348 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 4 (452 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: Par 35 - 36 högg (einu yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 75 högg (4 yfir pari) Annar keppnisdagur: 72 högg (1 yfir pari) Samtals: 5 yfir pari (141.-160. sæti) Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á 72 höggum á öðrum keppnisdegi opna Joburg-mótsins í Suður-Afríku en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag eða einu höggi yfir pari vallarins. Hann lék í gær á 75 höggum og er samtals á fimm höggum yfir pari. Nánast útilokað er að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Keppt er á tveimur völlum á mótinu sem fer fram hjá Royal Johannesburg and Kensington klúbbnum. Í gær lék hann á Austurvellinum en lék á Vesturvellinum í dag. Hann byrjaði daginn í dag með því að fá skolla, rétt eins og í gær. Hann fékk hins vegar par á þriðju braut og fékk par á næstu fjórum holum. Birgir Leifur náði svo öðrum fugli á áttundu holu en missti svo parið á níundu. Hann lék því fyrri níu holurnar á pari. Á seinni níu byrjaði hann á því að fá par á fyrstu fimm holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtándu holu en fékk svo skolla á tveimur af síðustu þremur holunum, rétt eins og í gær. Sem stendur er hann í 141.-160. sæti en það kemur endanlega í ljós í lok keppnisdagsins í hvaða sæti hann hafnar. Annar keppnisdagur: á pari 1. braut: Par 4 (374 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (490 metrar) - 5 högg (par) 3. braut: Par 4 (425 metrar) - 3 högg (fugl) 4. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 3 (111 metrar) - 3 högg (par) 6. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (214 metrar) - 2 högg (fugl) 9. braut: Par 5 (507 metrar) - 6 högg (skolli) Fyrri níu: Par 36 - 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (386 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (340 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 4 (412 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (188 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (434 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 5 (489 metrar) - 4 högg (fugl) 16. braut: Par 3 (163 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 4 (348 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 4 (452 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: Par 35 - 36 högg (einu yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 75 högg (4 yfir pari) Annar keppnisdagur: 72 högg (1 yfir pari) Samtals: 5 yfir pari (141.-160. sæti)
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira