Erlent

Lögregla í Kaupmannahöfn ruddi Refshalaveg við hlið Kristjaníu

Lögreglan í Kaupmannahöfn, ásamt borgarstarfsmönnum, hóf í morgun að ryðja burt ör-samfélagi sem myndast hafði á Refshalavegi við hlið Kristjaníu á undanförnum mánuðum.

Þarna hafði fólk komið sér upp skúra- húsbíla- og tjaldbúðum auk þess að byggja hljómleikapall. Nágrannar þessa ör-samfélags höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá hljómsveitarpallinum og beiðnum borgaryfirvalda um að fólkið færi af svæðinu var ekki sinnt.

Að sögn lögreglunnar gekk aðgerðin vel í morgun og ekki kom til neinna vandræða við að rýma veginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×