Sport

Metjöfnun hjá Baldri í Peking

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldur stekkur í Peking.
Baldur stekkur í Peking.

Baldur Ævar Baldursson keppti í langstökki á Ólympíumóti fatlaðra í Peking og varð í sjöunda sæti af þrettán keppendum.

Baldur stökk lengst 5,42 metra og jafnaði þar með eigið Íslandsmet í greininni. Keppt var sameiginlega í tveimur fötlunarflokkum, F37 og F38. Hann sagðist vera ánægður með árangurinn.

„Já, ég gerði það sem ég ætlaði mér að gera og að enda sjöundi í báðum flokkunum er bara mjög gott og vera fjórði í mínum flokki er mjög ásættanlegt," sagði Baldur.

Mynd og viðtal fengið af heimasíðu Íþróttsambands Fatlaðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×