Innlent

Sjálfsvígum hefur ekki fjölgað samhliða fjármálakreppu

Sigurður Guðmundsson, landlæknir.
Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Mynd/Haraldur Jónasson

Landlæknisembættið vill að gefnu tilefni taka fram að sjálfsvígum hefur ekki fjölgað hér á landi undanfarna daga og vikur. ,,Á erfiðum tímum sem þessum komast oft á kreik sögusagnir sem eiga litla stoð í veruleikanum," segir á heimasíðu Landlæknisembættisins.

Tíðni sjálfsvíga er hliðstæð því sem verið hefur undanfarin ár. ,,Umræða um jafnalvarlega atburði og sjálfsvíg þarf ávallt að vera varkár og byggja á staðreyndum en ekki ágiskunum."

Ef fólki nægir ekki að ræða við sína nánustu beinir Landlæknisembættið þeim tilmælum til þeirra sem líður illa eða þekkja náinn vin eða ættingja í þeim sporum að hafa samband við heilsugæsluna, en auk þess stendur öllum til boða að leita til bráðaþjónustu á vegum geðsviðs Landsspítala og Sjúkrahússins á Akureyri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×