Guðni viðurkennir að hafa umorðað ræðu sína Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 26. ágúst 2008 20:39 Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, viðurkennir í samtali við Vísi að hann hafi umorðað ræðu sína um siðgæði í grunnskólum á Alþingisvefnum eftir að hann flutti hana í ræðustól Alþingis. Í ræðu sinni lét Guðni eftirfarandi orð falla: „[...]það er ekki til neitt siðgæði í rauninni nema kristið siðgæði." Á vef Alþingis má hins vegar lesa ræðuna og þá hefur þessari setningu verið breytt en þar stendur: „Það er í rauninni ekki til neitt sem hefur bætt heiminn jafnmikið og kristið siðgæði." Á þessa „fegrun" á orðum Guðna bendir Matthías Ásgeirsson, formaður Vantrúar, á bloggi sínu en meðlimir Vantrúar fóru einmitt mikinn í umræðunni um þessi mál. Guðni segir að hann hafi fullan rétt á því að breyta orðum sínum með þessum hætti. „Ég breyti ræðum mínum sjaldnast en ég viðurkenni það fyrir þér sem heiðarlegur maður að þarna breytti ég aðeins um orðalag. Ég held að ég hafi gengið aðeins of langt og lengra en ég vildi í blaðlausri ræðu." Guðni viðurkennir að orðin sem hann lét falla í ræðustólnum hafi verið of öfgafull og særandi en að það hafi hvorki verið ætlun sín né meining. „Ég er kristinn en ég virði aðra trúarflokka." Breytingar á ræðum þingmanna, frá því að þær falla í ræðustólnum og þangað til þær enda á vefnum, eru víst algengar að sögn Guðna, enda er það réttur allra þingmanna að mega yfirfara sínar ræður. „Yfirleitt breyta menn ekki merkingunni mikið en þetta var heldur lengra en ég vildi og ég játa það." Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, viðurkennir í samtali við Vísi að hann hafi umorðað ræðu sína um siðgæði í grunnskólum á Alþingisvefnum eftir að hann flutti hana í ræðustól Alþingis. Í ræðu sinni lét Guðni eftirfarandi orð falla: „[...]það er ekki til neitt siðgæði í rauninni nema kristið siðgæði." Á vef Alþingis má hins vegar lesa ræðuna og þá hefur þessari setningu verið breytt en þar stendur: „Það er í rauninni ekki til neitt sem hefur bætt heiminn jafnmikið og kristið siðgæði." Á þessa „fegrun" á orðum Guðna bendir Matthías Ásgeirsson, formaður Vantrúar, á bloggi sínu en meðlimir Vantrúar fóru einmitt mikinn í umræðunni um þessi mál. Guðni segir að hann hafi fullan rétt á því að breyta orðum sínum með þessum hætti. „Ég breyti ræðum mínum sjaldnast en ég viðurkenni það fyrir þér sem heiðarlegur maður að þarna breytti ég aðeins um orðalag. Ég held að ég hafi gengið aðeins of langt og lengra en ég vildi í blaðlausri ræðu." Guðni viðurkennir að orðin sem hann lét falla í ræðustólnum hafi verið of öfgafull og særandi en að það hafi hvorki verið ætlun sín né meining. „Ég er kristinn en ég virði aðra trúarflokka." Breytingar á ræðum þingmanna, frá því að þær falla í ræðustólnum og þangað til þær enda á vefnum, eru víst algengar að sögn Guðna, enda er það réttur allra þingmanna að mega yfirfara sínar ræður. „Yfirleitt breyta menn ekki merkingunni mikið en þetta var heldur lengra en ég vildi og ég játa það."
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira