Guðni viðurkennir að hafa umorðað ræðu sína Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 26. ágúst 2008 20:39 Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, viðurkennir í samtali við Vísi að hann hafi umorðað ræðu sína um siðgæði í grunnskólum á Alþingisvefnum eftir að hann flutti hana í ræðustól Alþingis. Í ræðu sinni lét Guðni eftirfarandi orð falla: „[...]það er ekki til neitt siðgæði í rauninni nema kristið siðgæði." Á vef Alþingis má hins vegar lesa ræðuna og þá hefur þessari setningu verið breytt en þar stendur: „Það er í rauninni ekki til neitt sem hefur bætt heiminn jafnmikið og kristið siðgæði." Á þessa „fegrun" á orðum Guðna bendir Matthías Ásgeirsson, formaður Vantrúar, á bloggi sínu en meðlimir Vantrúar fóru einmitt mikinn í umræðunni um þessi mál. Guðni segir að hann hafi fullan rétt á því að breyta orðum sínum með þessum hætti. „Ég breyti ræðum mínum sjaldnast en ég viðurkenni það fyrir þér sem heiðarlegur maður að þarna breytti ég aðeins um orðalag. Ég held að ég hafi gengið aðeins of langt og lengra en ég vildi í blaðlausri ræðu." Guðni viðurkennir að orðin sem hann lét falla í ræðustólnum hafi verið of öfgafull og særandi en að það hafi hvorki verið ætlun sín né meining. „Ég er kristinn en ég virði aðra trúarflokka." Breytingar á ræðum þingmanna, frá því að þær falla í ræðustólnum og þangað til þær enda á vefnum, eru víst algengar að sögn Guðna, enda er það réttur allra þingmanna að mega yfirfara sínar ræður. „Yfirleitt breyta menn ekki merkingunni mikið en þetta var heldur lengra en ég vildi og ég játa það." Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, viðurkennir í samtali við Vísi að hann hafi umorðað ræðu sína um siðgæði í grunnskólum á Alþingisvefnum eftir að hann flutti hana í ræðustól Alþingis. Í ræðu sinni lét Guðni eftirfarandi orð falla: „[...]það er ekki til neitt siðgæði í rauninni nema kristið siðgæði." Á vef Alþingis má hins vegar lesa ræðuna og þá hefur þessari setningu verið breytt en þar stendur: „Það er í rauninni ekki til neitt sem hefur bætt heiminn jafnmikið og kristið siðgæði." Á þessa „fegrun" á orðum Guðna bendir Matthías Ásgeirsson, formaður Vantrúar, á bloggi sínu en meðlimir Vantrúar fóru einmitt mikinn í umræðunni um þessi mál. Guðni segir að hann hafi fullan rétt á því að breyta orðum sínum með þessum hætti. „Ég breyti ræðum mínum sjaldnast en ég viðurkenni það fyrir þér sem heiðarlegur maður að þarna breytti ég aðeins um orðalag. Ég held að ég hafi gengið aðeins of langt og lengra en ég vildi í blaðlausri ræðu." Guðni viðurkennir að orðin sem hann lét falla í ræðustólnum hafi verið of öfgafull og særandi en að það hafi hvorki verið ætlun sín né meining. „Ég er kristinn en ég virði aðra trúarflokka." Breytingar á ræðum þingmanna, frá því að þær falla í ræðustólnum og þangað til þær enda á vefnum, eru víst algengar að sögn Guðna, enda er það réttur allra þingmanna að mega yfirfara sínar ræður. „Yfirleitt breyta menn ekki merkingunni mikið en þetta var heldur lengra en ég vildi og ég játa það."
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira