Innlent

Segir nokkur þúsund manns verða í Lýðræðisflokknum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

„Hann er bara á fullri ferð," sagði Sturla Jónsson vörubifreiðastjóri, inntur eftir stöðunni hjá stjórnmálaflokknum sem hann boðaði í vor, Lýðræðisflokknum. „Menn stukku bara í vinnu í sumar en það verður tekið á þessu í haust og vetur. Það verða í þessu nokkur þúsund manns," sagði Sturla enn fremur.

Hann sagðist ekki þora að gefa nákvæmlega út hvenær starfið færi á fullt en stefnumálin lægju þó nokkuð ljós fyrir: „Við byrjum á gamla fólkinu og færum okkur svo bara niður. Við höfum allt annað að gera við aurana en [alþingismenn] fara með þá," sagði Sturla og bætti því við að það væri ótækt hvernig búið væri að eldri borgurum landsins þegar farið væri með þá á elliheimilum eins og raun bæri vitni.

„Þetta verður, það er alveg hundrað prósent. Það liggur alveg í loftinu að fólk vill losna við þetta fólk sem situr niðri á þingi og afétur okkur," sagði Sturla að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×