Viðskipti innlent

Baugur gerir óformlegt tilboð í Moss Bros

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarmaður Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarmaður Baugs.

Fataverslanakeðjan Moss Bros tilkynnti í dag að henni hafi boðist tilboð frá Baugi Group um kaup á félaginu. Reuters greinir frá því að tilboðið hljóði upp á 42 pens á hlut. Ekki er víst að af tilboðinu verði en búist er við að næstu skref verði þau að framkvæmd verði áreiðanleika könnun.

Yfirtaka Baugs á Moss Bros hefur lengi verið í deiglunni. Baugur á nú þegar 29 prósent í keðjunni og sögðu forsvarsmenn félagsins í desember síðastliðinn að þeir væru að velta fyrir sér næstu skrefum.

Í kjölfar fréttarinnar hafa bréf í Moss Bros hækkað um 7,6 prósent og stendur hluturinn nú í 42,75 pensum. Geri Baugur tilboð upp á 42 pens má reikna með að virði félagsins sé um 40 milljón pund eða rúmir fimm milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×