Viðskipti innlent

Halldór Kristmannsson ráðinn til Eimskips

Halldór Kristmannsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips samstæðunnar.

Halldór verður hluti af framkvæmdastjórn Eimskips samstæðunnar og mun bera ábyrgð á samskiptamálum félagsins, þ.á.m. samskiptum við fjárfesta, hluthafa, fjölmiðla, innri samskipti og ímyndaruppbyggingu félagsins á Íslandi og erlendis. Þá mun Halldór einnig taka þátt í ýmsum öðrum verkefnum móðurfélags, m.a. á sviði samþættingar nýrra félaga og fjárfestinga. Halldór mun hefja störf hjá félaginu þann 1. mars n.k.

Halldór hefur verið framkvæmdastjóri Samskiptasviðs FL Group frá því í september 2007, en var þar áður framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Actavis og hluti af framkvæmdarstjórnarteymi félagsins í um sex ár.

Heiðrún Jónsdóttir sem áður gegndi starfi framkvæmdastjóra samskiptasviðs Eimskips ásamt því að vera framkvæmdastjóri starfsþróunar og lögfræðimála hjá Eimskip mun nú einbeita sér að stjórn starfsþróunar og lögfræðimála hjá Eimskip.

Stefán Ágúst Magnússon, forstjóri Eimskips segir í tilkynningu um ráðninguna : ,,Við bjóðum Halldór velkominn til starfa. Hann hefur umfangsmikla reynslu á sviði samskipta- og ímyndarmála og hefur tekið virkan þátt í stjórnun og stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi. Ráðning hans er góð viðbót við öfluga stjórnendur samstæðunnar..."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×