Erlent

Mörgæs slegin til riddara

Lífvarðasveit Noregskonungs hefur slegið hinn ástsæla Nils Olav til riddara, við hátíðlega athöfn í Edinborg. Þetta telst til tíðinda vegna þess að Nils Olav er kóngamörgæs.

Þetta hófst allt árið 1961 þegar Konunglega norska lífvarðasveitin kom fyrst til Edinborgar til að taka þar hátt í hátíðasýningu her-hljómsveita. Þeir fóru þá í dýragarðinn í Edinborg og tóku ástfóstri við mörgæs sem þeir skírðu Nils Olav.

Þeir tóku mörgæsina inn í lífvarðasveitina og í gegnum árin hefur hún stöðugt hækkað í tign. Hún er nú orðin ofursti, hverki meira í minna. Og í dag var var Nils Olav sleginn til riddara með miklu orðaskrúði.

Eins og venjulega þegar mörgæsir eru slegnar til riddara voru báðir vængir Nils Olafs snertir með sverði og hann fékk að skoða heiðursvörðinn. Nils Olav vildi ekki tjá sig um þessa upphefð, þegar eftir því var leitað. Spurði bara hvar næsti síldarbar væri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×