Erlent

Fótboltabullur eru vaxandi vandamál í Danmörku

Fótboltabullur og harður kjarni stuðningsmanna stærstu fótboltaliðanna í Danmörku valda lögregluyfirvöldum þar í landi vaxandi áhyggjum. Ofbeldisverk meðal þessara hópa fara vaxandi og ofbeldið verður sífellt grófara.

Greint er frá þessu í blaðinu Politiken í dag og þar er rætt við Jesper Grönbech varalögreglustjóra hjá aðgerðasveit dönsku ríkislögreglunnar um málið. Jesper segir að ofbeldið fari vaxandi og jafnframt að fótboltabullum fari fjölgandi í landinu.

Þekktustu dæmi um ofbeldi í tengslum við fótboltaleiki í Danmörku eru milli stuðningsmanna liðanna FCK og Bröndby. Það er regla fremur undantekning að þessir tveir hópar lenda í slagsmálum sín í millum fyrir og eftir leiki þessara liða. Og á síðasta sunnudag þurfti lögreglan að handtaka 174 stuðningsmenn FCK á lestarstöðinni í Bröndby eftir ólæti þeirra þar fyrir leik liðanna seinna um daginn.

Jesper segir að á milli 200 og 400 menn myndi það sem hann kallar harðasta kjarnan meðal fótboltabullna. Þessi hópur hafi takmarkaðan eða engan áhuga á fótboltanum sjálfum heldur vilji einungis skapa vandræði og óeirðir. Nú sé verið að afla upplýsinga um þessa menn og skrá þá sérstaklega hjá lögreglunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×