Erlent

Þrír fellibyljir í farvatninu

MYND/AP

Þrátt fyrir að mestur vindur sé úr fellibylnum Gústaf í Bandaríkjunum er fellibyljatímabilinu í og við Norður-Ameríku fjarri því lokið.

Þrír fellibyljir eða hitabeltislægðir hafa myndast eða eru að myndast nú á Atlantshafinu og stefna til Bandaríkjanna. Fyrsta skal nefna fellibylinn Hönnu sem flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur og stefnir í átt að austurströnd Bandaríkjanna. Hanna færði með sér úrhelli á Bahamaeyjum, Haítí og fleiri eyjum í Kyrrahafi og er óttast að úrhellið komi af stað aurskriðum þar.

Hitabeltislægðin Ike hefur einnig myndast í Atlantshafinu og sú þriðja, Jósefína, er að myndast sunnan við Grænhöfðaeyjar. Búist er við að Jósefína sæki í sig veðrið og verði orðin fellibylur innan þriggja daga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×