Viðskipti innlent

Björgólfur kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar

Björgólfur Thor Björgólffson, stjórnarformaður Straums.
Björgólfur Thor Björgólffson, stjórnarformaður Straums. Mynd/ Anton.

Seðlabankinn hikar við að heimila Straumi - Burðarás að gera upp í evrum af pólitískum ástæðum, að sögn Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns félagsins.

Björgólfur sagði í ræðu sinni á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í dag, að það væri nauðsynlegt fyrir framtíð Straums að geta gert upp í evrum. Það væri mikilvægt fyrir hagsmuni allra hluthafa að ná fram stöðugleika með sterkum gjaldmiðli. Ef Straumur ætti að geta laðað að sér erlenda fjárfesta þyrftu þeir að geta treyst þeim gjaldmiðli sem viðskipti með Straum fari fram í.

Þá sagði Björgólfur að hefði Straumur verið farinn að gera upp í evrum, hefði verið hægt að koma í veg fyrir 20% tap hluthafa þegar gengi krónunnar féll fyrr á þessu ári. Björgólfur sagði jafnframt að Ísland væri fjarri því að laða að alþjóðlega fjárfesta en nokkru sinni fyrr. Gjaldmðillinn sveiflaðist mikið. Þá væri von á aukinni verðbólgu sem myndi skapa óstöðugleika fyrir íslensk fyrirtæki. Þetta myndi þýða að viðskiptaáætlanir og fjárhagsáætlanir myndu ekki halda og flæði hlutabréfa í Straumi myndi minnka.

Björgólfur kallaði eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni til að auka stöðugleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×