Erlent

Gústaf genginn á land

Fellibylurinn Gústaf gekk á land nærri bænum Cocodrie í Louisiana fyrir stundu og er enn annars stigs fellibylur. Ekki er búist við að styrkur hans aukist en mikill viðbúnaður er vegna komu hans.

Fram hefur komið að um tvær milljónir manna hafi flúið suðurströnd Bandaríkjanna vegna fellibyljarins og þegar berast fréttir af því að um 250 þúsund manns séu án rafmagns í Louisiana af völdum byljarins. Þá fór fellibylurinn um eina helstu olíuflutningahöfnina við Mexíkóflóa en ríflega helmingur af innfluttri olíu og olíu framleiddri á Mexíkóflóa fer um höfnina.

Búist er við að fellibylurinn fari fram hjá New Orleans að mestu en sú borg fór á kaf fyrir þremur árum þegar fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströndina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×