Erlent

Einn hefur látist í mótmælum í Bangkok

Thaksin Shinawatra fyrrverandi forsætisráðherra.
Thaksin Shinawatra fyrrverandi forsætisráðherra.

Einn hefur farist og fjöldi manna hefur slasast í átökum á milli stuðningsmanna Samaks Sundervej, forsætisráðherra í Tælandi, og stjórnarandstæðinga. Þeir síðarnefndu hafa mótmælt í stjórnarráðsbyggingunni í Bangkok undanfarna daga.

Átök brutust svo út eftir að stuðningsmenn Sundervejs réðust yfir á svæði við stjórnarráðsbygginguna sem lögreglan hafði girt af. Stjórnarandstæðingar saka Sundervej um að vera lepp fyrrverandi forsætisráðherrans, Thaksin Shinawatra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×