Heildarvelta í smásölu um 274 milljarðar í fyrra 1. september 2008 10:22 Íslendingar keyptu áfengi fyrir 19 milljarða króna hér á landi í fyrra. MYND/Hörður Heildarvelta í smásöluverslun í fyrra nam rúmum 274 milljörðum króna og jókst um nærri ellefu prósent frá árinu 2006. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gefur út. Stærstur hluti smásölunnar í fyrra, eða rúmlega þrír fjórðu af heildarveltunni, var í dagvöruverslunum en þar á eftir komu byggingavöruverslanir með um 18 prósent veltunnar. Þriðja mesta veltan var í sölu áfengis en hún nam rúmum 19 milljörðum án virðisaukaskatts. Sala bensínstöðva nam alls rúmum 5,7 milljörðum í fyrra og velta í bílasölu var nærri 78 milljarðar króna sem er 37 prósent af allri sölu í dagvöruverslunum ársins. Sérvöruverslunum með mat hefur vaxið fiskur um hrygg Mikill vöxtur hefur verið í flestum tegundum verslunar frá árinu 2001 eða alls um 53 prósent. Mest veltuaukning í krónum talið hefur orðið í stórmörkuðum eða um nærri 41 milljarð króna. Þá er bent á í árbókinni að sérvöruverslunum með mat o.þ.h. hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. „Þar er meðal annars um að ræða sælkeraverslanir með ýmsar tegundir matvæla eins og kaffi, osta, sælgæti o.s.frv. Sömuleiðis vex velta fiskbúða ört á milli ára sem e.t.v. má rekja til þess að þær hafa smám saman verið að breytast úr verslunum sem selja hráefni í sælkeraverslanir," segir í árbókinni. Hins vegar hefur verslunum með vefnaðarvöru fækkað á síðustu árum. „Ætla má að annað hvort hafi fólk minnkað eigin saumaskap eða þessi tegund verslunar hafi flust inn í aðra tegund verslana eins og húsgagna- og húsbúnaðaverslanir sem hafa aukist að umfangi. Þá er athyglisvert að svokölluð póst- og fjarverslun hefur minnkað að umfangi. Þetta felur í sér að netverslun hefur dregist saman hér á landi á meðan hún hefur eflst og vaxið í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Rannsóknasetur verslunarinnar gerði á netverslun á Íslandi er mun algengara að landsmenn versli um netið frá erlendum verslunum en hér innanlands," segir enn fremur í Árbók verslunarinnar. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Heildarvelta í smásöluverslun í fyrra nam rúmum 274 milljörðum króna og jókst um nærri ellefu prósent frá árinu 2006. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gefur út. Stærstur hluti smásölunnar í fyrra, eða rúmlega þrír fjórðu af heildarveltunni, var í dagvöruverslunum en þar á eftir komu byggingavöruverslanir með um 18 prósent veltunnar. Þriðja mesta veltan var í sölu áfengis en hún nam rúmum 19 milljörðum án virðisaukaskatts. Sala bensínstöðva nam alls rúmum 5,7 milljörðum í fyrra og velta í bílasölu var nærri 78 milljarðar króna sem er 37 prósent af allri sölu í dagvöruverslunum ársins. Sérvöruverslunum með mat hefur vaxið fiskur um hrygg Mikill vöxtur hefur verið í flestum tegundum verslunar frá árinu 2001 eða alls um 53 prósent. Mest veltuaukning í krónum talið hefur orðið í stórmörkuðum eða um nærri 41 milljarð króna. Þá er bent á í árbókinni að sérvöruverslunum með mat o.þ.h. hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. „Þar er meðal annars um að ræða sælkeraverslanir með ýmsar tegundir matvæla eins og kaffi, osta, sælgæti o.s.frv. Sömuleiðis vex velta fiskbúða ört á milli ára sem e.t.v. má rekja til þess að þær hafa smám saman verið að breytast úr verslunum sem selja hráefni í sælkeraverslanir," segir í árbókinni. Hins vegar hefur verslunum með vefnaðarvöru fækkað á síðustu árum. „Ætla má að annað hvort hafi fólk minnkað eigin saumaskap eða þessi tegund verslunar hafi flust inn í aðra tegund verslana eins og húsgagna- og húsbúnaðaverslanir sem hafa aukist að umfangi. Þá er athyglisvert að svokölluð póst- og fjarverslun hefur minnkað að umfangi. Þetta felur í sér að netverslun hefur dregist saman hér á landi á meðan hún hefur eflst og vaxið í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Rannsóknasetur verslunarinnar gerði á netverslun á Íslandi er mun algengara að landsmenn versli um netið frá erlendum verslunum en hér innanlands," segir enn fremur í Árbók verslunarinnar.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira