Viðskipti innlent

Óheimilt að fjárfesta í öllum erlendum fjármálagerningum

"Fjárfesting í verðbréfum, hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármálagerningum með erlendum gjaldeyri er óheimil." Þannig hefst 1, grein nýrra reglna Seðlabankans um gjaldeyrismál.

Þó er aðilum sem fjárfest hafa í slíkum fjármálagerningum fyrir gildistöku reglna þessara heimilt að endurfjárfesta.

Fyrrgreindar reglur hafa nú verið birtar á vefsíðu Seðlabankans. Í annari grein segir að óheimilt sé að gefa út og selja framangreinda gerninga. Og í þriðju grein segir að lántökur og lánveitingar í öðrum tilvikum en vegna viðskipta milli landa með vöru og þjónustu skuli að hámarki vera 10 milljónir kr. eða jafnvirði þess í gjaldeyri á almannaksárinu.

Af öðrum greinum í reglum þessum má nefna að óheimilt er að eiga afleiðuviðskipti þar sem íslensk króna er í samningi gagnvart erlendum gjaldeyri. Undantekningin er ef eingöngu eru um vöru- eða þjónustuviðskipti að ræða.

Þá er ákvæði um að skilaskylda sé á öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar afla sér eins og fram hefur komið.

Og í 10. grein segir að óheimilt sé að flytja út gjaldeyri í reiðufé umfram 500.000 kr. hjá hverjum aðila í hverjum almannaksmánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×