Phoenix-Miami beint á Stöð 2 Sport í nótt 28. nóvember 2008 15:57 Dwyane Wade er með 27,4 stig og 7,5 stoðsendingar, 5 fráköst, 2,5 stolna bolta og 1,7 varin skot að meðaltali í leik og er óðum að finna sitt gamla form eftir langvarandi meiðsli NordicPhotos/GettyImages Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira