Phoenix-Miami beint á Stöð 2 Sport í nótt 28. nóvember 2008 15:57 Dwyane Wade er með 27,4 stig og 7,5 stoðsendingar, 5 fráköst, 2,5 stolna bolta og 1,7 varin skot að meðaltali í leik og er óðum að finna sitt gamla form eftir langvarandi meiðsli NordicPhotos/GettyImages Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira