Innlent

Samband á Gemlufallsheiði

Haraldur hringdi úr þessum risasíma í framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar til að segja að samband væri komið á uppi á Gemlufallsheiði.
Haraldur hringdi úr þessum risasíma í framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar til að segja að samband væri komið á uppi á Gemlufallsheiði.

Uppbyggingu kerfis til að tryggja farsímasamband á þjóðvegum og ferðamannastöðum á Vestfjörðum lauk í vikunni þegar hringt var úr stærsta farsíma í heimi af Gemlufallsheiði sem er milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar.

Haraldur Júlíusson, formaður Björgunarfélags Ísafjarðar, hringdi þaðan Neyðarlínuna þótt ekki væri hann staddur í neinum háska heldur til þess að segja Þórhalli Ólafssyni, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, frá þessum áfanga. Ekki lét hann þar við sitja heldur hringdi einnig í Kristján Möller samgönguráðherra sem fagnaði því að GSM-þjónusta á Vestfjörðum væri orðin sambærileg við það sem gerist annars staðar á landinu. Sagði samgönguráðherrann að þessi áfangi myndi auka öryggi vegfarenda og auka lífsgæðin í fjórðungnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×