Innlent

Vestmannaeyjabær hækkar útsvar

Útsvar hjá Vestmannaeyjabæ mun hækka um 0,25% og verður 13.28% eftir hækkun. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum Eyjar.net. Þá samþykkti fundurinn að taka lægsta tilboði í byggingu nýs knattspyrnuhúss. Gert er ráð fyrir að bygging hússins muni kosta tæpar 350 milljónir króna og er þá miðað við að gengi krónunnar gagnvart evru sé 156.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×