Innlent

Þurfa að greiða 50 þúsund fyrir áfengismeðferð

Sjúklingar í áfengis- og vímefnameðferð SÁÁ á Staðarfelli og í Vík verða frá og með næstu áramótum að greiða 50 þúsund krónur fyrir meðferðina. Fram kemur á heimasíðu SÁÁ að vegna fyrirsjáanlegs rekstrarfjárskorts á næsta ári sé óhjákvæmilegt að hefja gjaldtöku af þessu tagi. Samhliða gjaldtöku verður stofnaður sérstakur sjóður sem efnaminni sjúklingar geta sótt styrk í til að greiða sinn hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×