Olíugróði Drekasvæðis skattlagður um allt að 59% 21. desember 2008 19:14 Skattar íslenska ríkisins af hugsanlegri olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu verða allt að 59 prósent af tekjum sem olíulindirnar gefa. Þetta er nokkru lægra hlutfall en Norðmenn taka hæst en sambærilegt við skattlagningu Færeyinga og Kanadamanna.Íslenska ríkið stígur fyrsta skrefið inn í hinn alþjóðlega olíuheim þann 15. janúar næstkomandi þegar útboð hefst á réttindum til leitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Vegna þessa lögfesti Alþingi í gær þá umgjörð sem verður um málaflokkinn en samkvæmt henni er Orkustofnun falið að halda utan um kolvetnisvinnsluna, það er vinnslu á olíu og gasi. Ríkinu verður heimilað að stofna hlutafélag um olíuvinnslu, þó ekki félag í líkingu við hið norska Statoil, því hlutafélaginu verður óheimilt að starfa sem vinnslufyrirtæki, heldur er því einkum ætlað að halda utan um hagsmuni Íslands á norska hluta Drekasvæðisins. Þá er búist við að Alþingi lögfesti á morgun sérlög um skattlagningu olíu- og gasvinnslu. Lagt verður á vinnslugjald, sem á fyrstu 20 milljónir tunna verður 5% en fer síðan stighækkandi allt upp í 58% af verðmæti. Vinnslugjaldið fellur svo niður og við tekur kolvetnisskattur þegar hagnaður vinnslunnar er kominn yfir 20% af tekjum, og verður fyrst 5,5 prósent. Skatturinn fer síðan stighækkandi eftir því sem hagnaðurinn eykst allt upp í 44 prósent af tekjum. Því til viðbótar bætist síðan 15% tekjuskattur þannig að ríkið fengi þá allt að 59 prósent af tekjunum. Í Noregi fer skattheimtan allt upp í 78 prósent af hagnaði en samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var ákveðið að hafa þetta ívið lægra hérlendis og taka í þeim efnum fremur mið af skattareglum í Kanda og Færeyjum. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Skattar íslenska ríkisins af hugsanlegri olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu verða allt að 59 prósent af tekjum sem olíulindirnar gefa. Þetta er nokkru lægra hlutfall en Norðmenn taka hæst en sambærilegt við skattlagningu Færeyinga og Kanadamanna.Íslenska ríkið stígur fyrsta skrefið inn í hinn alþjóðlega olíuheim þann 15. janúar næstkomandi þegar útboð hefst á réttindum til leitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Vegna þessa lögfesti Alþingi í gær þá umgjörð sem verður um málaflokkinn en samkvæmt henni er Orkustofnun falið að halda utan um kolvetnisvinnsluna, það er vinnslu á olíu og gasi. Ríkinu verður heimilað að stofna hlutafélag um olíuvinnslu, þó ekki félag í líkingu við hið norska Statoil, því hlutafélaginu verður óheimilt að starfa sem vinnslufyrirtæki, heldur er því einkum ætlað að halda utan um hagsmuni Íslands á norska hluta Drekasvæðisins. Þá er búist við að Alþingi lögfesti á morgun sérlög um skattlagningu olíu- og gasvinnslu. Lagt verður á vinnslugjald, sem á fyrstu 20 milljónir tunna verður 5% en fer síðan stighækkandi allt upp í 58% af verðmæti. Vinnslugjaldið fellur svo niður og við tekur kolvetnisskattur þegar hagnaður vinnslunnar er kominn yfir 20% af tekjum, og verður fyrst 5,5 prósent. Skatturinn fer síðan stighækkandi eftir því sem hagnaðurinn eykst allt upp í 44 prósent af tekjum. Því til viðbótar bætist síðan 15% tekjuskattur þannig að ríkið fengi þá allt að 59 prósent af tekjunum. Í Noregi fer skattheimtan allt upp í 78 prósent af hagnaði en samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var ákveðið að hafa þetta ívið lægra hérlendis og taka í þeim efnum fremur mið af skattareglum í Kanda og Færeyjum.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira