Búðarhálsvirkjun aftur á dagskrá - orka seld til Rio Tinto Alcan 8. ágúst 2008 14:41 MYND/Vísir Landsvirkjun hefur ákveðið að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Tungná. Orkan verður seld til Rio Tinto Alcan sem mun auka framleiðslu sína í Straumsvík og til Verne Holding sem hyggst reisa netþjónabú á gamla varnarliðssvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að fyrstu útboðsgögn vegna framkvæmdanna verði send út á mánudag en þar er um að ræða útboð á vélum og rafbúnaði. Um leið á bjóða út vél- og rafbúnað fyrir umdeildar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Byggingaframkvæmdir vegna Búðarhálsvirkjunar verða boðnar út í haust. Rekstur álvers í Straumsvík tryggður til 2037 Í tilkynningunni segir enn fremur að Landsvirkjun undirbúi fjórar virkjanir á Suðurlandi, Búðarhálsvirkjun og þrjár virkjandi í neðri hluta Þjórsá, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Í nóvember í fyrra ákvað stjórn Landsvirkjunar að ganga ekki til samningaviðræðna um orkusölu til nýrra álvera á Suður- og Vesturlandi og þess í stað leita nýrra viðskiptavina. Samið hefur verið við Verne Holding um sölu á orku fyrir netþjónabú og þá standa yfir viðræður um orkusölu til kísilhreinsunar sem staðsett yrði í Þorlákshöfn. Við þetta bætist að Landsvirkjun hefur nú samið við Rio Tinto Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, um orkusölu þegar framleiðslugeta álversins hefur verið aukin um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þarf 75 megavött. Með samkomulaginu segir Landsvirkjun hækkar orkuverðið og rekstur álversins verður tryggður til ársins 2037. Öll leyfi fyrir hendi Til þess að útvega þessum aðilum orku þarf virkjanirnar fjórar en dóms- og kærumál eru nú yfirvofandi vegna virkjananna þriggja í neðri hluta Þjórsá. Segir Landsvirkjun að vegna þessa verði ekki hægt að bjóða út byggingarframkvæmdir vegna þeirra fyrr en í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Til þess að standa við samkomulagið við Verne Holding og Rio Tinto Alcan verði að ráðast aftur í framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun en öll leyfi fyrir þeirri virkjun eru fyrir hendi. Undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun hófust sumarið 2001 en þeim var hætt þegar fallið var frá Norðlingaölduveitu, sem Landsvirkjun sagði þá að væri forsenda Búðarhálsvirkjunar. Búðarháls er á milli Sultartanga og Hrauneyjafoss. Tungná yrði stífluð neðan Hrauneyjafosssvirkjunar og leidd í fjögurra kílómetra löngum jarðgöngum í gegnum Búðarháls. Stöðvarhús yrði við ofanvert Sultartangalón. Útboðsgögn eru í vinnslu þessa dagana. Áfram unnið að virkjunum í neðri hluta Þjórsár „Landsvirkjun mun eftir sem áður halda ótrauð áfram undirbúningi virkjana í neðrihluta Þjórsár með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd eins fljótt og unnt er. Fyrirtækið mun kappkosta að vinna að þessu markmiði í náinni samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir og stjórnvöld og leggja allt kapp á að ná samkomulagi við landeigendur um lands- og vatnsréttindi. Í því efni fara saman hagsmunir fyrirtækisins og íbúa á Suðurlandi," segir að endingu í tilkynningu Landsvirkjunar. Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Landsvirkjun hefur ákveðið að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Tungná. Orkan verður seld til Rio Tinto Alcan sem mun auka framleiðslu sína í Straumsvík og til Verne Holding sem hyggst reisa netþjónabú á gamla varnarliðssvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að fyrstu útboðsgögn vegna framkvæmdanna verði send út á mánudag en þar er um að ræða útboð á vélum og rafbúnaði. Um leið á bjóða út vél- og rafbúnað fyrir umdeildar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Byggingaframkvæmdir vegna Búðarhálsvirkjunar verða boðnar út í haust. Rekstur álvers í Straumsvík tryggður til 2037 Í tilkynningunni segir enn fremur að Landsvirkjun undirbúi fjórar virkjanir á Suðurlandi, Búðarhálsvirkjun og þrjár virkjandi í neðri hluta Þjórsá, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Í nóvember í fyrra ákvað stjórn Landsvirkjunar að ganga ekki til samningaviðræðna um orkusölu til nýrra álvera á Suður- og Vesturlandi og þess í stað leita nýrra viðskiptavina. Samið hefur verið við Verne Holding um sölu á orku fyrir netþjónabú og þá standa yfir viðræður um orkusölu til kísilhreinsunar sem staðsett yrði í Þorlákshöfn. Við þetta bætist að Landsvirkjun hefur nú samið við Rio Tinto Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, um orkusölu þegar framleiðslugeta álversins hefur verið aukin um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þarf 75 megavött. Með samkomulaginu segir Landsvirkjun hækkar orkuverðið og rekstur álversins verður tryggður til ársins 2037. Öll leyfi fyrir hendi Til þess að útvega þessum aðilum orku þarf virkjanirnar fjórar en dóms- og kærumál eru nú yfirvofandi vegna virkjananna þriggja í neðri hluta Þjórsá. Segir Landsvirkjun að vegna þessa verði ekki hægt að bjóða út byggingarframkvæmdir vegna þeirra fyrr en í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Til þess að standa við samkomulagið við Verne Holding og Rio Tinto Alcan verði að ráðast aftur í framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun en öll leyfi fyrir þeirri virkjun eru fyrir hendi. Undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun hófust sumarið 2001 en þeim var hætt þegar fallið var frá Norðlingaölduveitu, sem Landsvirkjun sagði þá að væri forsenda Búðarhálsvirkjunar. Búðarháls er á milli Sultartanga og Hrauneyjafoss. Tungná yrði stífluð neðan Hrauneyjafosssvirkjunar og leidd í fjögurra kílómetra löngum jarðgöngum í gegnum Búðarháls. Stöðvarhús yrði við ofanvert Sultartangalón. Útboðsgögn eru í vinnslu þessa dagana. Áfram unnið að virkjunum í neðri hluta Þjórsár „Landsvirkjun mun eftir sem áður halda ótrauð áfram undirbúningi virkjana í neðrihluta Þjórsár með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd eins fljótt og unnt er. Fyrirtækið mun kappkosta að vinna að þessu markmiði í náinni samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir og stjórnvöld og leggja allt kapp á að ná samkomulagi við landeigendur um lands- og vatnsréttindi. Í því efni fara saman hagsmunir fyrirtækisins og íbúa á Suðurlandi," segir að endingu í tilkynningu Landsvirkjunar.
Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira