Innlent

Mjög ólíklegt að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu

Georgískur skriðdreki brennur.
Georgískur skriðdreki brennur. Mynd/AP

Mjög ólíklegt er að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu þar sem stöðug átök hafa verið síðan í nótt. „Það eru nánast engar líkur á því að Íslendingar séu á svæðinu. Mjög erfitt er að komast inn í Suður-Ossetíu vegna strangrar landamæragæslu," segir Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

„ Það gæti alveg verið að það séu Íslendingar í Georgíu en þeir eru þá fjarri þessu svæði." Urður segist aldrei hafa vitað til þess að Íslendingar hafi búið í Georgíu þar en segist vita til þess að Íslendingar hafi starfað þar til skemmri tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×