Innlent

Lágt hættumat í gleðigöngu

Úr Gleðigöngunni 2006
Úr Gleðigöngunni 2006 Fréttablaðið/Anton

Hættumat á sprengjuhótun vegna gleðigöngu Hinsegin daga er ekki hátt, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðar­yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hvetur fólk ekki til að sitja heima.

Hótunarbréf um að tveimur sprengjum yrði komið fyrir í nágrenni göngunnar barst fréttastofu Stöðvar 2 í lok júlí. Það var ritað á ensku en póstlagt á Íslandi.

Á bréfinu fundust fingraför og voru þau borin saman við fingraför þeirra starfsmanna sjónvarpsstöðvarinnar sem höfðu handleikið bréfið.

Friðrik Bjarnason, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, verst frétta af tæknirannsóknum á bréfinu og Árni Þór vill ekki skýra til hvaða aðgerða lögreglan grípi vegna hótunarinnar.

„Við lítum ekki fram hjá svona atviki en teljum ekki ástæðu til ofsafenginna viðbragða," segir Árni.

Gleðigangan verður á laugardaginn næsta og hefur ætíð verið vel sótt af almenningi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×