Innlent

Borgarstjóri leitaði ráðgjafar vegna brottvikningar Ólafar Guðnýjar

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri leitaði til borgarlögmanns.
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri leitaði til borgarlögmanns.

Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður staðfestir að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi ráðfært sig við hana um breytingar á skipan í skipulagsráði. Hún segist þó ekki hafa verið með í ráðum þegar hann tók þessa ákvörðun.

Dögg Pálsdóttir, sagðist í bloggfærslu síðastliðinn laugardag telja að sveitarstjórnarlög heimiluðu ekki lengur að skipta út fulltrúa í nefnd eingöngu að þeirri ástæðu að hann njóti ekki lengur trausts þess meirihluta sem sé við völd hverju sinni. Fyrir brottvikningunni þurfi að liggja málefnalegar ástæður. Þá hefur Ólöf Guðný gagnrýnt brottvikningu sína harðlega, meðal annars í samtali við Vísi. Ólafur vísaði þessari gagnrýni hins vegar á bug í hádegisfréttum Stöðvar 2 og sagðist hafa álit borgarlögmanns fyrir því, að það hafi legið fyrir mjög skýrar og málefnalegar ástæður fyrir þessari breytingu í skipulagsráði,

„Í framhaldi af þeirri umræðu sem hefur verið og í aðdraganda að borgarráðsfundi í gær að þá ræddum við þessi mál og ég sagðist ekki taka undir sjónarmið þau sem Dögg rakti í sínu bloggi," segir Kristbjörg. Hún segir að þegar ekki sé lengur til staðar pólitískur trúnaður á milli aðila, sé það í rauninni næg málefnaleg ástæða fyrir að skipta um í ráðinu. Hún segir að í tilfellum sem þessu sæki viðkomandi aðili umboð sitt til þess framboðslista sem kaus hann í ráðið. Hann hafi enga sjálfstæða stöðu í ráðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×