Innlent

Andstaða við för íslenskra ráðamanna til Kína

Samkvæmt skoðanakönnun Capasent fyrir Stöð 2 er fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu andvígur því að Forseti Íslands og Menntamálaráðherra séu viðstaddir Ólympíuleikana í Kína.

Capacent spurði: Ertu sammála eða ósammála þeirri ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að vera viðstödd Ólympíuleikana í Kína?.

Mjög sammála voru 23,7 prósent, frekar sammála voru 19,5 prósent, 30,9 prósent voru hvorki sammála né ósammála, 10,5 prósent voru ósammála og 15,4 prósent voru mjög ósammála.

Samtals 43,2 prósent eru mjög sammála og frekar sammála, um þrjátíu prósentum er sama og 25,9 prósent þeirra sem spurðir voru eru frekar ósammála og mjög sammála.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×