Innlent

Þriðji maðurinn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglunnar úrskurðað þriðja manninn í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á útlending á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku.

Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag til 11.júlí og sá þriðji, sem gripinn var í fyrrakvöld, verður einnig í haldi fram yfir helgi. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns standa yfirheyrslur yfir mönnunum enn yfir en þeir eru allir Íslendingar.

Þolandinn var stunginn djúpu sári í bakið og gekk blóð upp af honum þegar björgunarmenn komu á vettvang. Hann er á batavegi. Árásin náðist á öryggismyndavél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×