Innlent

Utanríkisráðherra í heimsókn til Vestfjarða

MYND/Pjetur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur til Vestfjarða á mánudaginn kemur til þess að funda með Fjórðungssambandi Vestfirðinga og framkvæmdastjórum sveitarfélaga.

Fram kemur í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að heimsóknin sé í beinu framhaldi af ferð utanríkisráðherra til Grænlands fyrr í sumar. Þá var rætt um málefni Norðurslóða og þá möguleika sem felast í auknum samskiptum og þjónustu við Austur-Grænlandi. Þá er víst að byggða-, atvinnu- og háskólamál muni bera á góma eftir því sem utanríkisráðuneytið greinir frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×