Innlent

Hvannadalshnjúkur í beinni útsendingu

Hvannadalshnjúkur
Hvannadalshnjúkur

Um áramótin síðustu var hafinn undirbúningur að ferð starfsmanna á Hvannadalshnjúk og var stefnt að því að gangan yrði farin helgina 25-26 apríl. Einn fremsti fjallamaður landsins, Haraldur Örn Ólafsson, var af þessu tilefni fenginn til liðs við hópinn bæði í undirbúningnum og í gönguna sjálfa.

Í ferðinni eru 55 starfsmenn og 7 fararstjórar ásamt nokkrum meðlimum úr björgunarsveit Akraness sem ætla að halda stjórnarfund félagsins ofan af Hvannadalshjúknum. Ekki áttu allir meðlimir stjórnarinnar heimangengt þessa helgi en það kemur ekki að sök því þeir stjórnarmenn sem heima sitja munu verða í beinu sambandi við björgunarsveitarmennina í gegnum 3G Netsamband Símans sem næst á hæsta punkti Íslands.

Gangan upp mun hefjast rétt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins og ættu þá allir að vera komnir á toppinn í kringum hádegið ef veðurfar og aðstæður verða göngufólkinu hagstæðar.

Starfsfólk Símans er ekki einungis andlega og líkamlega vel undirbúið fyrir gönguna heldur eru þeir einnig í góðu fjarskiptasambandi því Síminn er búinn að setja upp langdrægan 3G sendi skammt frá Vatnajökli.

Sendirinn gerir það að verkum að símasamband er alla leið á toppinn, ásamt því að hægt verður að streyma því sem fyrir augu ber beint út á Internetið. Leiðangursmenn munu verða með með fartölvu, vefmyndavél og 3G netkort sem þeir nota við að streyma atburðinum út á Internetið.

Veðrið leikur við göngufólkið, sól og frábært skyggni. Beinni útsendingu af hæsta toppi landsins verður streymt út á Internetið klukkan 9:45.

Hægt er að horfa á útsendingu frá Hvannadalshnjúk með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×