Innlent

Bókaverðlaun barnanna 2007 veitt á sumardaginn fyrsta

MYND/Haraldur Jónasson

Borgarbókasafn veitir Bókaverðlaun barnanna ár hvert fyrir tvær bækur, aðra frumsamda og hina þýdda. Sex til tólf ára börn velja bækurnar og fer valið fram í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Þetta er í sjöunda sinn sem verðlaunin eru veitt og að þessu sinni tóku rúmlega

5 þúsund börn þátt í kosningunni.

Hildur Baldursdóttir barnabókavörður afhenti verðlaunin en þau hlutu Hrund Þórsdóttir höfundur Loforðsins og Snorri Hergill Kristjánsson þýðandi Skólasöngleiksins en sú bók er byggð á sjónvarpsmynd sem mörg börn þekkja. Tíu heppnir þátttakendur fengu einnig verðlaun, bækurnar Dansar Elías? eftir sænsku skáldkonuna Katarinu Kieri og Einstök mamma eftir Bryndísi Guðmundsdóttur en þessar bækur hlutu barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar sem afhent voru síðasta vetrardag.

Að lokinni verðlaunaafhendingunni var sólarhátíð í Borgarbókasafni. Helga Arnalds sýndi Sólarsögu, Heimskór barna söng undir stjórn Möggu Stínu og Ólafar Sverrisdóttir og börn föndruðu í sólarföndursmiðju. Þetta segir í fréttatilkynningu frá bókasafninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×