Erlent

Ræða viðbrögð við hernaðaraðgerðum Rússa

Rice vill sýna Rússum hörku. Mynd/ AP.
Rice vill sýna Rússum hörku. Mynd/ AP.

Utanríkisráðherrar ríkja innan Atlantshafsbandalagsins funda í Brussel í dag til að ræða hvernig bregðast eigi við hernaðaraðgerðum Rússa í Georgíu. Í gærkvöld sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Vesturlönd yrðu að sjá til þess að Rússar myndu á engan hátt hagnast á árásum sínum á Georgíumenn.

Stjórnmálaskýrendur segja að mikill ágreiningur sé á meðal NATO ríkja um það hversu langt eigi að ganga í því að refsa Rússum. Þeir telja að Bretar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og flest Austur - Evrópuríki vilji ganga hart fram gegn Rússum, en fæst Vestur-Evrópuríki, og þá síst Frakkar og Þjóðverjar, vilji stefna samskiptum við Rússa í hættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×