Rannsóknir á kynferðis- og heimilisofbeldi 12. desember 2008 06:00 Stefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur frá stofnun embættisins verið að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Til þess að vinna að þessum mikilvægu markmiðum hefur verið horft til nokkurra lykilatriða á sviði löggæslu, eins og t.d. aukins sýnileika lögreglu og öflugrar hverfa- og grenndarlöggæslu. Þegar kemur að rannsóknum sakamála er að því unnið að auka gæði og skilvirkni rannsókna með ýmsum hætti, þar á meðal aukinni sérhæfingu og markvissri greiningarvinnu. Þessir þættir ásamt mörgum öðrum skipta miklu máli ef árangur á að nást. Lögreglan og raunar réttarkerfið í heild hefur á liðnum árum verið gagnrýnt fyrir frammistöðu sína vegna meðferðar kynferðisbrotamála. Þessi gagnrýni hefur að mörgu leyti verið réttmæt. Til þess að auka gæði og skilvirkni á þessu sviði sérstaklega var við stofnun LRH ákveðið að setja á laggirnar sérstaka rannsóknardeild sem hefði það hlutverk að rannsaka kynferðisbrot. Það var mat embættisins að með stofnun sérstakrar rannsóknardeildar mætti bæði auka gæði og skilvirkni rannsókna á þessu flókna og erfiða sviði og um leið tiltrú almennings og einkum þolenda kynferðisbrota á getu og áhuga lögreglu til að takast á við rannsóknir þessara alvarlegu brota. Margt bendir til að það hafi gengið eftir. Hjá LRH er nú unnið að endurskoðun á skipulagi rannsóknardeildar embættisins, í samræmi við stefnu embættisins og með hliðsjón af gildistöku nýrra laga um meðferð sakamála. Í þeirri vinnu er m.a. horft til aukinnar sérhæfingar á ýmsum sviðum, aukinnar samvinnu milli eininga og aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Eitt af því sem nú er til skoðunar er að auka áherslu embættisins á rannsóknir heimilisofbeldismála, m.a. með það að markmiði að grípa mun fyrr til aðgerða en áður á þessu viðkvæma og mikilvæga sviði. Markmið slíkra breytinga er að koma í veg fyrir áframhaldandi heimilisofbeldi, auka gæði og skilvirkni rannsókna og um leið tiltrú almennings á lögreglu. Vonir standa til að tillögur að nýju skipulagi verði kynntar dóms- og kirkjumálaráðherra um næstu áramót og breytingar á skipulagi taki í kjölfarið þegar gildi. Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Stefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur frá stofnun embættisins verið að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Til þess að vinna að þessum mikilvægu markmiðum hefur verið horft til nokkurra lykilatriða á sviði löggæslu, eins og t.d. aukins sýnileika lögreglu og öflugrar hverfa- og grenndarlöggæslu. Þegar kemur að rannsóknum sakamála er að því unnið að auka gæði og skilvirkni rannsókna með ýmsum hætti, þar á meðal aukinni sérhæfingu og markvissri greiningarvinnu. Þessir þættir ásamt mörgum öðrum skipta miklu máli ef árangur á að nást. Lögreglan og raunar réttarkerfið í heild hefur á liðnum árum verið gagnrýnt fyrir frammistöðu sína vegna meðferðar kynferðisbrotamála. Þessi gagnrýni hefur að mörgu leyti verið réttmæt. Til þess að auka gæði og skilvirkni á þessu sviði sérstaklega var við stofnun LRH ákveðið að setja á laggirnar sérstaka rannsóknardeild sem hefði það hlutverk að rannsaka kynferðisbrot. Það var mat embættisins að með stofnun sérstakrar rannsóknardeildar mætti bæði auka gæði og skilvirkni rannsókna á þessu flókna og erfiða sviði og um leið tiltrú almennings og einkum þolenda kynferðisbrota á getu og áhuga lögreglu til að takast á við rannsóknir þessara alvarlegu brota. Margt bendir til að það hafi gengið eftir. Hjá LRH er nú unnið að endurskoðun á skipulagi rannsóknardeildar embættisins, í samræmi við stefnu embættisins og með hliðsjón af gildistöku nýrra laga um meðferð sakamála. Í þeirri vinnu er m.a. horft til aukinnar sérhæfingar á ýmsum sviðum, aukinnar samvinnu milli eininga og aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Eitt af því sem nú er til skoðunar er að auka áherslu embættisins á rannsóknir heimilisofbeldismála, m.a. með það að markmiði að grípa mun fyrr til aðgerða en áður á þessu viðkvæma og mikilvæga sviði. Markmið slíkra breytinga er að koma í veg fyrir áframhaldandi heimilisofbeldi, auka gæði og skilvirkni rannsókna og um leið tiltrú almennings á lögreglu. Vonir standa til að tillögur að nýju skipulagi verði kynntar dóms- og kirkjumálaráðherra um næstu áramót og breytingar á skipulagi taki í kjölfarið þegar gildi. Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar