Tvíþætt þörf jafn brýn 12. desember 2008 06:00 Á ferð í Eþíópíu í október fór ég um austurhluta landsins, hrjóstrugt nágrenni Jijigaborgar. Þar styður Hjálparstarf kirkjunnar nýtt verkefni á vegum Lútherska heimssambandsins af því að aðstæður þar eru ömurlegar og engin önnur hjálparstofnun er þar að verki. Landið er skorpið, vart stingandi strá og ráðgáta hvernig skepnur finna sér eitthvað að bíta – hvað þá að drekka. Mannfólkið hefur þurft að ganga 6 klukkustunda leið til að ná í vatn – óhreint vatn því ekki hefur verið völ á öðru. Úr þessu m.a. átti verkefnið að bæta. Endurtekinn rigningar- og uppskerubrestur um margra missera skeið olli því hins vegar að ekki var hægt að fara af stað með nýja vatnsöflun, áveitur og jarðræktarbætur fyrr en nokkuð var liðið á fyrsta tímabil þessa verkefnis. Stóru Kreppu-kái breytt í lítiðAðstæður ollu því að þau tæpu 25.000 sem áttu að njóta aðstoðar í verkefninu og jafnframt leggja til vinnu við framkvæmd þess voru svo máttfarin af viðvarandi Kreppu með stóru k-ái, að þau höfðu ekki bolmagn til að nýta stuðninginn sem í boði var. Neyðaraðstoð var þá veitt, fólki hjálpað með korn, olíu og annan mat. Það þurfti að næra fólkið og styrkja áður en verkefnið gat farið að rúlla því það er hugsað til varanlegrar sjálfsbjargar. Verkefnið veltur á fólkinu, vilja þess og getu til að vinna að framförum sem kostaðar eru héðan. Að hafa borð fyrir báruHjálparstarfið skuldbatt sig til að leggja í þetta þróunarverkefni í Eþíópíu 1.220.000 dollara á þremur árum í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Þegar samningurinn var gerður í lok árs 2007 jafngilti sú fjárhæð 96 milljónum króna. En þegar þetta er skrifað þarf að afla 136 milljóna króna. En við ætlum okkur ekki að láta veikara gengi bitna á fólki sem við höfum lofað hjálp. Við viljum standa við gefin loforð enda skuldbundin þessu fólki sem getur á engan annan treyst. En auk liðsinnisins við þjáð örbirgðarfólk á mestu neyðarsvæðum heims hefur Hjálparstarfið búið sig undir hugsanleg áföll hér heima. Búið sig undir að erfiðara gæti orðið að safna eða svo gæti farið að fjármunir þyrftu að renna ekki síst til Íslendinga sjálfra. Vegna þessarar fyrirhyggju getum við nú rækt báðar skyldurnar, lagt lið íslenskum fjölskyldum í neyð og áfram staðið við bakið á fólki í fjarlægð sem er ennþá verr sett. Það er landsmönnum að þakka, þeim ótal mörgu sem brugðist hafa vel við kallinu um hjálp við náungann, að Hjálparstarfið getur nú staðið í skilum við fólk í neyð. Það er stuðningi landsmanna að þakka að Hjálparstarfið hefur getað gefið fólki von sem rætist. Heima og úti; ekki andstæðurÞar sem kreppa geisar úti í heimi heldur Hjálparstarf kirkjunnar áfram. Og meðan kreppan geisar hér heima, aukum við starfið innanlands. Matarúthlutun er í fullum gangi. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar landsmönnum öllum stuðning í vilja og verki og minnir á jólasöfnun sem nú er í gangi. Það er einlæg von okkar sem vinnum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að allir sem til Hjálparstarfsins leita, bæði heima og heiman, fái þar úrlausn sem styrkir von þeirra og trú á framtíðina. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Á ferð í Eþíópíu í október fór ég um austurhluta landsins, hrjóstrugt nágrenni Jijigaborgar. Þar styður Hjálparstarf kirkjunnar nýtt verkefni á vegum Lútherska heimssambandsins af því að aðstæður þar eru ömurlegar og engin önnur hjálparstofnun er þar að verki. Landið er skorpið, vart stingandi strá og ráðgáta hvernig skepnur finna sér eitthvað að bíta – hvað þá að drekka. Mannfólkið hefur þurft að ganga 6 klukkustunda leið til að ná í vatn – óhreint vatn því ekki hefur verið völ á öðru. Úr þessu m.a. átti verkefnið að bæta. Endurtekinn rigningar- og uppskerubrestur um margra missera skeið olli því hins vegar að ekki var hægt að fara af stað með nýja vatnsöflun, áveitur og jarðræktarbætur fyrr en nokkuð var liðið á fyrsta tímabil þessa verkefnis. Stóru Kreppu-kái breytt í lítiðAðstæður ollu því að þau tæpu 25.000 sem áttu að njóta aðstoðar í verkefninu og jafnframt leggja til vinnu við framkvæmd þess voru svo máttfarin af viðvarandi Kreppu með stóru k-ái, að þau höfðu ekki bolmagn til að nýta stuðninginn sem í boði var. Neyðaraðstoð var þá veitt, fólki hjálpað með korn, olíu og annan mat. Það þurfti að næra fólkið og styrkja áður en verkefnið gat farið að rúlla því það er hugsað til varanlegrar sjálfsbjargar. Verkefnið veltur á fólkinu, vilja þess og getu til að vinna að framförum sem kostaðar eru héðan. Að hafa borð fyrir báruHjálparstarfið skuldbatt sig til að leggja í þetta þróunarverkefni í Eþíópíu 1.220.000 dollara á þremur árum í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Þegar samningurinn var gerður í lok árs 2007 jafngilti sú fjárhæð 96 milljónum króna. En þegar þetta er skrifað þarf að afla 136 milljóna króna. En við ætlum okkur ekki að láta veikara gengi bitna á fólki sem við höfum lofað hjálp. Við viljum standa við gefin loforð enda skuldbundin þessu fólki sem getur á engan annan treyst. En auk liðsinnisins við þjáð örbirgðarfólk á mestu neyðarsvæðum heims hefur Hjálparstarfið búið sig undir hugsanleg áföll hér heima. Búið sig undir að erfiðara gæti orðið að safna eða svo gæti farið að fjármunir þyrftu að renna ekki síst til Íslendinga sjálfra. Vegna þessarar fyrirhyggju getum við nú rækt báðar skyldurnar, lagt lið íslenskum fjölskyldum í neyð og áfram staðið við bakið á fólki í fjarlægð sem er ennþá verr sett. Það er landsmönnum að þakka, þeim ótal mörgu sem brugðist hafa vel við kallinu um hjálp við náungann, að Hjálparstarfið getur nú staðið í skilum við fólk í neyð. Það er stuðningi landsmanna að þakka að Hjálparstarfið hefur getað gefið fólki von sem rætist. Heima og úti; ekki andstæðurÞar sem kreppa geisar úti í heimi heldur Hjálparstarf kirkjunnar áfram. Og meðan kreppan geisar hér heima, aukum við starfið innanlands. Matarúthlutun er í fullum gangi. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar landsmönnum öllum stuðning í vilja og verki og minnir á jólasöfnun sem nú er í gangi. Það er einlæg von okkar sem vinnum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að allir sem til Hjálparstarfsins leita, bæði heima og heiman, fái þar úrlausn sem styrkir von þeirra og trú á framtíðina. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar