Erlent

Kastaði hlaðinni byssu út um glugga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Impactguns.com

Grunaður innbrotsþjófur á Amager í Kaupmannahöfn kastaði hlaðinni skammbyssu út um gluggann á íbúð sinni þegar lögreglan bankaði upp á hjá honum í gær vegna gruns um að hann geymdi þýfi á heimilinu.

Fljótlega kom í ljós að maðurinn tengdist fleiri málum en innbrotum og mun lögreglan í Kaupmannahöfn fara fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×