Sigurður: Tvær spennandi viðureignir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 14:14 Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/E. Stefán Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00. Dominos-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00.
Dominos-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira