Innlent

Teknir með rúmt kíló af kókaíni

Lögreglan á Keflavíkurvíkurflugvelli fann talsvert magn af kókaíni í Leifsstöð í vikunni. Tveir karlmenn hafa verið handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Um er að ræða tvö atvik sem talin eru tengjast. Málið snertir í fyrsta lagi flugfarþega sem var að koma til landsins og var tekinn með rúmt kíló af kókaíni. Hinn maðurinn var að sækja tösku sem í fannst um 100 grömm af kókaíni.

Fyrri maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7.janúar en hinn fram á Þorláksmessu. Mennirnir eru báðir íslenskir og hafa áður komið við sögu lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið á frumstigi en þessir tveir fíkniefnafundar tengjast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×