Erlent

Jörg Haider fórst í bílslysi

Óli Tynes skrifar

Austurríski stjórnmálaleiðtoginn Jörg Haider lést í bílslysi í dag tveim vikum eftir meiriháttar endurkomu í austurrísk stjórnmál.

Haider sem var 58 ára gamall leiddi hægri öflin í samsteypustjórn frá árinu 2000 til 2006.

Stefnumál hans urðu til þess að Austurríki einangraðist á alþjóða vettvangi. Andúð hans á útlendingum og samúð við málstað nasista var meiri en við var unað.

Hann talaði meðal annars um útrýmingarbúðir nazista sem refsibúðir. Haider hefur haft hægt um sig undanfarin ár en fyrir tveim vikum stýrði hann hægri mönnum til stórs sigurs í þingkosningum í Austurríki. Þeir fengu 30 prósent atkvæða.

Bifreið sem Haider ók sjálfur þegar hann lést fór út af vegi og valt margar veltur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×