Erlent

Sara Palin misnotaði vald sitt

Óli Tynes skrifar

Siðarannsóknarnefnd í Alaska hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sara Palin hafi misnotað vald sitt sem ríkisstjóri.

Niðurstaðan varpar skugga á framboð hennar sem varaforseti Bandaríkjanna. Siðanefndin telur að Palin hafi misnotað vald sitt þegar hún reyndi að fá fyrrverandi mág sinn rekinn úr starfi ríkislögregluþjóns.

Skilnaður hjónanna hafði verið bitur og mágurinn átti í harðri forræðisdeildu. við systur Palins.

Í niðurstöðu nefndarinnar er ekki lagt til að gripið verði til neinna aðgerða gegn Palin. Hinsvegar er lagt til að gerðar verði breytingar á reglum um stafsmannahald.

Rannsókn á þessu máli hófst löngu áður en Sara Palin fór í framboð til embættis varaforseta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×