Tímabært frumkvæði Jón Sigurðsson skrifar 20. september 2008 00:01 Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun