Eru fordómar fyndnir? 11. desember 2008 05:30 Eitt af höfuðmarkmiðum samtakanna HIV-Ísland er að vinna gegn fordómum. Þess vegna nýtum við hvert tækifæri sem okkur gefst til að koma fram með ábyrgum hætti í fjölmiðlum. Fyrir nokkrum dögum fékk ég símhringingu frá kunningjum mínum, sem sjá um útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 977. Þeir báðu mig sem formann HIV-Ísland um að ræða í beinni útsendingu frétt sem hafði birst í Fréttablaðinu. Ég játti þessu og stuttu síðar hringdu þeir í mig. Við ræddum stuttlega fréttina og fórum svo yfir stöðu mála á Íslandi í dag varðandi HIV og alnæmi. Eftir samtalið, sem var í beinni útsendingu, kveikti ég á útvarpinu til að gá hvort einhver meiri umfjöllun kæmi í kjölfarið. Eftir eitt lag og nokkrar auglýsingar hleypa þeir kumpánar í loftið vini sínum, sem hefur fengið viðurnefnið „Nasistinn" af hlustendum stöðvarinnar. Þáttastjórnendur (annar þeirra er dagskrárstjóri X-ins 977) láta sem þeir þekki ekki viðmælandann, sem hefur áður komið fram í þættinum undir fölsku nafni. Viðmælandinn lætur fjölmargar fordómafullar yfirlýsingar falla í garð HIV-jákvæðra, á þann hátt að ég vil ekki hafa eftir. Á meðan gera þáttastjórnendur að mínu mati marklitlar tilraunir til að leiðrétta mál hans. Ég spyr: Hver er tilgangurinn með svona háttarlagi? Á þetta að vera fyndið eða er tilgangurinn að breiða út fordóma? Ég þekki persónulega alla málsaðila og þeir mig og ég veit líka hversu vel þeir þekkja hver annan. Þeir þekkja mína sögu og vita vel að faðir minn lést úr alnæmi. Var það kannski tilgangur verknaðarins að reyna að særa mig sem persónu eða formann HIV-Ísland? Ef svo er þá uppskáru þeir ekki erindi sem erfiði. Það var mikið áfall fyrir mig sem ungan mann að missa föður minn úr alnæmi. Árið 1989 vildi faðir minn koma opinskátt fram í sjónvarpi, en kaus að myndin af honum yrði skyggð og röddin brengluð. Þannig vildi hann vernda fjölskyldu sína, þar á meðal mig, fyrir fordómum. Það er enn þá mikið áfall að greinast HIV-jákvæður. Við hjá samtökunum erum í stöðugri baráttu við fordóma og fyrir því að skapa grundvöll fyrir HIV-jákvæða að geta talað opinskátt um veikindi sín. Því miður er það svo að fjölmiðlar sækjast eftir neikvæðum fréttum og hættir til að dramatísera umfjöllun sína um HIV og alnæmi. Það er erfitt að koma jákvæðri umfjöllun um sjúkdóminn að í fjölmiðlum. Þess vegna vil ég hvetja alla fjölmiðla, ekki síst X-ið 977, til að hjálpa okkur í baráttunni við fordóma og við að búa til það umhverfi sem þarf til að HIV-jákvæðir eigi auðveldara með að koma fram opinskátt í fjölmiðlum. Höfundur er formaður HIV-Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Eitt af höfuðmarkmiðum samtakanna HIV-Ísland er að vinna gegn fordómum. Þess vegna nýtum við hvert tækifæri sem okkur gefst til að koma fram með ábyrgum hætti í fjölmiðlum. Fyrir nokkrum dögum fékk ég símhringingu frá kunningjum mínum, sem sjá um útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 977. Þeir báðu mig sem formann HIV-Ísland um að ræða í beinni útsendingu frétt sem hafði birst í Fréttablaðinu. Ég játti þessu og stuttu síðar hringdu þeir í mig. Við ræddum stuttlega fréttina og fórum svo yfir stöðu mála á Íslandi í dag varðandi HIV og alnæmi. Eftir samtalið, sem var í beinni útsendingu, kveikti ég á útvarpinu til að gá hvort einhver meiri umfjöllun kæmi í kjölfarið. Eftir eitt lag og nokkrar auglýsingar hleypa þeir kumpánar í loftið vini sínum, sem hefur fengið viðurnefnið „Nasistinn" af hlustendum stöðvarinnar. Þáttastjórnendur (annar þeirra er dagskrárstjóri X-ins 977) láta sem þeir þekki ekki viðmælandann, sem hefur áður komið fram í þættinum undir fölsku nafni. Viðmælandinn lætur fjölmargar fordómafullar yfirlýsingar falla í garð HIV-jákvæðra, á þann hátt að ég vil ekki hafa eftir. Á meðan gera þáttastjórnendur að mínu mati marklitlar tilraunir til að leiðrétta mál hans. Ég spyr: Hver er tilgangurinn með svona háttarlagi? Á þetta að vera fyndið eða er tilgangurinn að breiða út fordóma? Ég þekki persónulega alla málsaðila og þeir mig og ég veit líka hversu vel þeir þekkja hver annan. Þeir þekkja mína sögu og vita vel að faðir minn lést úr alnæmi. Var það kannski tilgangur verknaðarins að reyna að særa mig sem persónu eða formann HIV-Ísland? Ef svo er þá uppskáru þeir ekki erindi sem erfiði. Það var mikið áfall fyrir mig sem ungan mann að missa föður minn úr alnæmi. Árið 1989 vildi faðir minn koma opinskátt fram í sjónvarpi, en kaus að myndin af honum yrði skyggð og röddin brengluð. Þannig vildi hann vernda fjölskyldu sína, þar á meðal mig, fyrir fordómum. Það er enn þá mikið áfall að greinast HIV-jákvæður. Við hjá samtökunum erum í stöðugri baráttu við fordóma og fyrir því að skapa grundvöll fyrir HIV-jákvæða að geta talað opinskátt um veikindi sín. Því miður er það svo að fjölmiðlar sækjast eftir neikvæðum fréttum og hættir til að dramatísera umfjöllun sína um HIV og alnæmi. Það er erfitt að koma jákvæðri umfjöllun um sjúkdóminn að í fjölmiðlum. Þess vegna vil ég hvetja alla fjölmiðla, ekki síst X-ið 977, til að hjálpa okkur í baráttunni við fordóma og við að búa til það umhverfi sem þarf til að HIV-jákvæðir eigi auðveldara með að koma fram opinskátt í fjölmiðlum. Höfundur er formaður HIV-Ísland.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun