„Misskipting gengur í berhögg við réttlætiskennd“ 1. maí 2008 11:56 Frá kröfugöngu 1. maí 2005. MYND/Einar Ólason Hér á eftir fer 1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík: „Styrkur Íslendinga um áratugi hefur verið samheldið og traust samfélag. Úr þeim jarðvegi hefur vaxið og dafnað fjölskrúðugt mannlíf, blómleg menning og kröftugt atvinnulíf. Litið hefur verið á stöðugleika sem markmið að keppa að enda mikilvægt fyrir fjölskyldur jafnt sem fyrirtæki að búa við jafnvægi og hafa fast land undir fótum. Þessum stöðugleika er nú ógnað með vaxandi misskiptingu í þjóðfélaginu. Misskiptingin gengur í berhögg við réttlætiskennd fólks. Ranglætið er annars vegar fóðrað á ofurlaunum forstjóra fjármálafyrirtækja sem er bæði siðlaus og andfélagsleg. Hins vegar gengur hún út á sérlífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra. Í því efni hefur ríkisstjórnin ekkert aðhafst þó gagnrýni hafi beinst að henni á hverju einasta þingi síðan 2003 þegar eftirlaunalögin alræmdu voru sett. Verkalýðshreyfingin hvetur enn á ný til markvissra aðgerða stjórnvalda og viðhorfsbreytingar meðal ráðamanna og ofurlaunaforstjóranna sem telja sig ekkert þurfa að taka tillit til réttlætiskenndar almennings í landinu. Útrýma þarf kynbundnum launamun Ríkivald, atvinnurekendur og launafólk þarf í sameiningu að vinna markvisst að því að útrýma kynbundnum launamun. Það er óþolandi í nútíma samfélagi að slíkt viðgangist. Í nýafstöðnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum var gert átak í að lyfta lægri launum. Verkalýðshreyfingin styður heilshugar þau markmið sem felast í hækkun lægri launa samhliða tekjujöfnun í skattkerfinu. Svipaðar áherslur hafa verið hjá samtökum launafólks sem semja við ríki og sveitarfélög. Í samningunum fólst prófsteinn á verðbólguna og stjórnvöld. Eins og staðan er núna virðist sem hvort tveggja sé að bregðast. Verkalýðshreyfingin tekur undir þá kröfu Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins að ellilífeyrisgreiðslur og örorkubætur hækki um sambærilega krónutölu og samið var um í febrúar. Undanfarin ár hefur verkalýðshreyfingin varað við harðri lendingu í efnahagsmálum. Stjórnvöld hafa ekkert mark tekið á viðvörunum og ráðleggingum hvorki frá efnahagssérfræðingum né frá samtökum á vinnumarkaði. Vandi okkar í efnahagsmálum er að stórum hluta heimatilbúinn. Andvaraleysi ráðamanna hefur grafið undan efnahagskerfi landsins. Þess vegna skellur nú verðbólguholskeflan af fullu afli á almenningi. Ef há verðbólga festist á núverandi stigi mun hún sliga heimili landsins á skömmum tíma. Ríkisstjórnin stendur ráðþrota og aðgerðalaus. Afnema ber gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu Verkalýðshreyfingin hefur bent á bæði aðgerðir og leiðir. Stjórnvöld höfðu marvísleg úrræði og leiðir til að mýkja lendinguna í efnahagsmálum. Nú bendir allt til þess að hún verði harkarleg. Til að koma til móts við launafólk ber að afnema gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og stórbæta úrræði í félagslega húsnæðiskerfinu. Það er dapurlegt að fylgjast með þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hún er tilbúin að koma bönkunum til aðstoðar meðan hún heldur að sér höndum gagnvart stórmálum sem snerta hagsmuni almennings hvað varðar verðlags- og húsnæðismál. Því miður verður ekki annað séð en að stjórnvöld hafi ákveðið að launafólk skuli mæta bæði heimatilbúnum efnahagsþrengingum og ytri áföllum þjóðarbúsins með beinni kjaraskerðingu. Þar með yrði vegið að öllum áformum og skipulagningu fólks og fjölskyldna í fjármálum fram í tímann. Það er dapurlegt að einmitt þegar við þurfum að hlú að gildum fjölskyldunnar í hvaða mynd sem er, þá skuli það vera stjórnvöld sem hvað eftir annað vega að grundvelli hennar. Fjölskyldan í sinni margbreytilegu mynd er grunneining samfélagsins. Hún byggir á því að vel sé búið að henni í hvívetna. Einstaklingar sem byggja upp fjölskylduna verða að búa við mannsæmandi launa- og starfskjör. Ríkisvaldið þarf að vernda tilveru hennar með réttlátu skattkerfi, traustu heilbrigðiskerfi, öflugri velferðarþjónustu og menntakerfi sem byggir á jöfnum tækifærum fyrir alla. Áformum um einkavæðingu harðlega mótmælt Verkalýðshreyfingin mótmælir harðlega öllum áformum um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu eins og nú virðist standa fyrir dyrum t.d. á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Gangi þau áform eftir stefnir í stórslys sem mun hafa í för með sér lakari heilbrigðisþjónustu og ójöfnuð gagnvart henni. Í dag er hins vegar vegið að fjölskyldunni úr öllum áttum. Of háir skattar á barnafjölskyldur og sífellt krukk stjórnvalda í vaxta- og barnabótakerfið hefur skert afkomu og eyðilagt framtíðaráætlanir margra fjölskyldna hvað eftir annað. Þar hafa skammtímasjónarmið og skattpíning á almennt launafólk ráðið för meðan ofurlaun efnamanna hafa fengið friðhelgi stjórnarherranna. Lýsandi dæmi um afstöðu stjórnvalda var þegar þau höfnuðu öllum hugmyndum um þrepaskipt skattkerfi síðastliðinn vetur sem gekk út á að létta sköttum af lægri og meðaltekjum. Í hvert sinn sem fulltrúar launafólks bera fram slíkar tillögur, bregðast stjórnvöld við með hörku þó slík skattkerfi séu þekkt í nálægum löndum." Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Hér á eftir fer 1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík: „Styrkur Íslendinga um áratugi hefur verið samheldið og traust samfélag. Úr þeim jarðvegi hefur vaxið og dafnað fjölskrúðugt mannlíf, blómleg menning og kröftugt atvinnulíf. Litið hefur verið á stöðugleika sem markmið að keppa að enda mikilvægt fyrir fjölskyldur jafnt sem fyrirtæki að búa við jafnvægi og hafa fast land undir fótum. Þessum stöðugleika er nú ógnað með vaxandi misskiptingu í þjóðfélaginu. Misskiptingin gengur í berhögg við réttlætiskennd fólks. Ranglætið er annars vegar fóðrað á ofurlaunum forstjóra fjármálafyrirtækja sem er bæði siðlaus og andfélagsleg. Hins vegar gengur hún út á sérlífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra. Í því efni hefur ríkisstjórnin ekkert aðhafst þó gagnrýni hafi beinst að henni á hverju einasta þingi síðan 2003 þegar eftirlaunalögin alræmdu voru sett. Verkalýðshreyfingin hvetur enn á ný til markvissra aðgerða stjórnvalda og viðhorfsbreytingar meðal ráðamanna og ofurlaunaforstjóranna sem telja sig ekkert þurfa að taka tillit til réttlætiskenndar almennings í landinu. Útrýma þarf kynbundnum launamun Ríkivald, atvinnurekendur og launafólk þarf í sameiningu að vinna markvisst að því að útrýma kynbundnum launamun. Það er óþolandi í nútíma samfélagi að slíkt viðgangist. Í nýafstöðnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum var gert átak í að lyfta lægri launum. Verkalýðshreyfingin styður heilshugar þau markmið sem felast í hækkun lægri launa samhliða tekjujöfnun í skattkerfinu. Svipaðar áherslur hafa verið hjá samtökum launafólks sem semja við ríki og sveitarfélög. Í samningunum fólst prófsteinn á verðbólguna og stjórnvöld. Eins og staðan er núna virðist sem hvort tveggja sé að bregðast. Verkalýðshreyfingin tekur undir þá kröfu Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins að ellilífeyrisgreiðslur og örorkubætur hækki um sambærilega krónutölu og samið var um í febrúar. Undanfarin ár hefur verkalýðshreyfingin varað við harðri lendingu í efnahagsmálum. Stjórnvöld hafa ekkert mark tekið á viðvörunum og ráðleggingum hvorki frá efnahagssérfræðingum né frá samtökum á vinnumarkaði. Vandi okkar í efnahagsmálum er að stórum hluta heimatilbúinn. Andvaraleysi ráðamanna hefur grafið undan efnahagskerfi landsins. Þess vegna skellur nú verðbólguholskeflan af fullu afli á almenningi. Ef há verðbólga festist á núverandi stigi mun hún sliga heimili landsins á skömmum tíma. Ríkisstjórnin stendur ráðþrota og aðgerðalaus. Afnema ber gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu Verkalýðshreyfingin hefur bent á bæði aðgerðir og leiðir. Stjórnvöld höfðu marvísleg úrræði og leiðir til að mýkja lendinguna í efnahagsmálum. Nú bendir allt til þess að hún verði harkarleg. Til að koma til móts við launafólk ber að afnema gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og stórbæta úrræði í félagslega húsnæðiskerfinu. Það er dapurlegt að fylgjast með þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hún er tilbúin að koma bönkunum til aðstoðar meðan hún heldur að sér höndum gagnvart stórmálum sem snerta hagsmuni almennings hvað varðar verðlags- og húsnæðismál. Því miður verður ekki annað séð en að stjórnvöld hafi ákveðið að launafólk skuli mæta bæði heimatilbúnum efnahagsþrengingum og ytri áföllum þjóðarbúsins með beinni kjaraskerðingu. Þar með yrði vegið að öllum áformum og skipulagningu fólks og fjölskyldna í fjármálum fram í tímann. Það er dapurlegt að einmitt þegar við þurfum að hlú að gildum fjölskyldunnar í hvaða mynd sem er, þá skuli það vera stjórnvöld sem hvað eftir annað vega að grundvelli hennar. Fjölskyldan í sinni margbreytilegu mynd er grunneining samfélagsins. Hún byggir á því að vel sé búið að henni í hvívetna. Einstaklingar sem byggja upp fjölskylduna verða að búa við mannsæmandi launa- og starfskjör. Ríkisvaldið þarf að vernda tilveru hennar með réttlátu skattkerfi, traustu heilbrigðiskerfi, öflugri velferðarþjónustu og menntakerfi sem byggir á jöfnum tækifærum fyrir alla. Áformum um einkavæðingu harðlega mótmælt Verkalýðshreyfingin mótmælir harðlega öllum áformum um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu eins og nú virðist standa fyrir dyrum t.d. á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Gangi þau áform eftir stefnir í stórslys sem mun hafa í för með sér lakari heilbrigðisþjónustu og ójöfnuð gagnvart henni. Í dag er hins vegar vegið að fjölskyldunni úr öllum áttum. Of háir skattar á barnafjölskyldur og sífellt krukk stjórnvalda í vaxta- og barnabótakerfið hefur skert afkomu og eyðilagt framtíðaráætlanir margra fjölskyldna hvað eftir annað. Þar hafa skammtímasjónarmið og skattpíning á almennt launafólk ráðið för meðan ofurlaun efnamanna hafa fengið friðhelgi stjórnarherranna. Lýsandi dæmi um afstöðu stjórnvalda var þegar þau höfnuðu öllum hugmyndum um þrepaskipt skattkerfi síðastliðinn vetur sem gekk út á að létta sköttum af lægri og meðaltekjum. Í hvert sinn sem fulltrúar launafólks bera fram slíkar tillögur, bregðast stjórnvöld við með hörku þó slík skattkerfi séu þekkt í nálægum löndum."
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira