Innlent

Þúsund tonn á þessu kvótaári

Netabáturinn Bárður SH frá Arnarstapa, sem er svonefndur hraðfiskibátgur í stærri kantinum, hefur borið rúmlega þúsund tonn að landi á þessu kvótaári, sem er að ljúka. Aðeins þrír menn eru í áhöfn þannig að það lætur nærri að afli á hvern áhafnarmeðlim sé 350 tonn á tímabilinu. Vísi er ekki kunnugt um meiri bolfiskafla á sjómann hingað til og segja kunnugir að þetta kunni að vera heimsmet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×