Innlent

Steyptist ofan í Jökulsá á Dal

Franskur ferðamaður á fimmtugsaldri var útskrifaður af heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum í gærkvöldi eftir að hafa sloppið ótrúlega vel úr hremmingum, sem hann lenti í fyrr um kvöldið.

Hann missti stjórn á bíl sínum við brúnna yfir Jökulsá á Dal, með þeim afleiðingum að bíllinn steyptist fram af átta metra háum gilbarminum og hafnaði í ánni. Honum tókst að brjóta sér leið út úr bílnum og komast upp á klettasyllu.

Ferðafólk, sem átti leið um skömmu síðar, nam staðar þar sem það sá bakpoka á floti, og heyrði þá óp frá manninum. Honum var bjargað upp, hröktum og köldum, en bíllinn er einhvernstaðar í dýpinu. Hugað verður að honum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×