Erlent

Æskulýðsbúðum nýnasista lokað

Þýskir nýnasistar. MYND/AP
Þýskir nýnasistar. MYND/AP

Lögreglan í norðurhluta Þýskalands hefur lokað æskulýðsbúðum nýnasista sem var lýst sem ævintýrabúðum fyrir ungt fólk.

Samkvæmt lögreglu voru 39 unglingar og börn samankomin í búðunum en þar fannst umtalsvert magn efnis sem hafði að geyma kynþáttafordóma.

Haft er eftir Jörg Ziercke, yfirmanni þýsku alríkislögreglunnar, í Der Tagesspiegel að nýnasistar hafi breytt um baráttuaðferðir. Lögð sé áhersla á uppfræða ungt fólk og þá er ofbeldi beitt í ríkara mæli.

Máli sínu til stuðnings vísar Ziercke til óeirða sem urðu í maí þegar að nýnasistar réðust á 1. maígönguna í Hamborg. Tuttugu lögreglumenn særðust í átökunum og yfir sextíu voru handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×