Innlent

Skemmdir unnar á vinnuvélum í malarnámu

Talið er að kveikt hafi verið í vinnuvél í malarnámu við Lambafell á Suðurlandi um helgina og leitar lögregla sökudólgsins.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi að vegfarandi sem átti leið um Þrengslaveg aðfaranótt sunnudagsins hafi tekið eftir að eldur logaði í vinnuvélinni. Slökkvilið í Þorlákshöfn var kallað út og sá um slökkvistarf.

Grunur leikur á íkveikju sem byggist á því að á svæðinu voru aðrar vinnuvélar sem búið var að skrifa ýmis ókvæðisorð með úðamálningu. Lögregla biður þá sem veitt geta upplýsingar um mannaferðir í og við malarnámið í Lambafelli á tímabilinu frá þrjú til fimm aðfaranótt síðastliðins sunnudags að hafa samband í síma 480 1010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×