Innlent

Formaður Samiðnar segir tilboð ekki hafa verið metin rétt

Finnbjörn A. Hermannsson er formaður Samiðnar.
Finnbjörn A. Hermannsson er formaður Samiðnar.

Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, krefst þess að Reykjavíkurborg rökstyðji hvers vegna hún tók tilboði litháíska verktakafyrirtækisins Adakris í byggingu Sæmundarskóla í Grafarholti. Þetta kom fram í tíufréttum Sjónvarpsins.

Finnbjörn segir að tilboð sem bárust í bygginguna hafi ekki verið metin á fullnægjandi hátt. Vissulega hafi tilboð Adakris verið það lægsta en Finnbjörn telur að ýmsir kostnaðarliðir í tilboði fyrirtækisins metist skakkt þar sem aðstæður á markaði í Litháen séu mjög ólíkar því sem þekkist hérlendis, meðal annars með tilliti til markaðslauna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×