Innlent

Nýlegar hækkanir ekki faldar á bakvið kaupauka

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar

Toyota á Íslandi býður nú upp á sérstakan sólarlandaferðakaupauka upp á 550 þúsund með flestum seldum bifreiðum. Kaupaukinn kemur þó nokkuð ankannalega fyrir sjónir með tilliti til þess bifreiðar umboðsins hækkuðu um 5% í verði þann 1. ágúst síðastliðinn. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir að þetta tvennt tengist á engan hátt saman og því sé ekki verið að fela hækkanirnar á bakvið kaupaukann.

„Þetta er tvö aðskilin mál sem þó gerast með stuttu millibili. Eitt tengist gengi krónunnar og hitt er mál sem búið er að vinna í í margar vikur,“ útskýrir Úlfar. Hann segir að kaupaukar sem þessir séu mjög algengir og hafi ekkert með hækkanir eða lækkanir á verði að gera.

Úlfar segir að bílaumboðið hafi ekki náð að fylgja krónunni á þessu ári og yfirleitt verið langt á eftir genginu í sínum verðhækkunum. „Við erum kannski að nálgast það núna að vera á svipuðum slóðum og krónan.“ Úlfur gerir hins vegar ekki ráð fyrir frekari hækkunum enda krónan í ákveðnu jafnvægi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×