Innlent

Báru brenndan dreng þrjá kílómetra

MYND/E.Ól

Tíu ára drengur sem brenndist annars stigs bruna á fæti á göngu í Reykjadal ofan við Hveragerði í síðustu viku var borinn þriggja kílómetra leið að sjúkrabíl.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Drengurinn mun hafa brennst þegar hann var að ganga á að því er talið var öruggu svæði þegar fótur hans fór niður úr gróðurþekju og í heitt hveravatn. Eftir að hann hafði verið borinn að sjúkrabílnum var hann fluttur á heilsugæslustöðina í Hveragerði þar sem læknir gerði að sárum hans.

Daginn áður hafði lögregla einnig sinnt útkalli í Reykjadal en þá slasaðist annar erlendur ferðamaður. Var talið að um alvarlegt tilvik væri að ræða og þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Ferðmaðurinn var fluttur á Landspítalann og við nánari skoðun kom í ljós að hann hafði misstigið sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×